Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 26. mars 2017 20:00
Kristófer Kristjánsson
Giroud: Ég gæti spilað undir stjórn Mourinho eða Conte
Olivier Giroud segist geta spilað fyrir ,,ástríðufullan stjóra
Olivier Giroud segist geta spilað fyrir ,,ástríðufullan stjóra" eins og Mourinho eða Conte
Mynd: Getty Images
Olivier Giroud, framherji Arsenal, segir að hann gæti hæglega spilað fyrir tilfinningaheita knattspyrnustjóra á borð við Jose Mourinho hjá Manchester United eða Antonio Conte hjá Chelsea.

Franski landsliðsmaðurinn hefur verið á mála hjá Arsenal í fimm ár undir stjórn Arsene Wenger sem hefur verið undir mikilli pressu undanfarið en hann er ekki talinn vera jafn erfiður og krefjandi í stjórastólnum eins og margir aðrir.

Aðspurður hvort Giroud gæti spilað fyrir fyrrnefnda karaktera sagði hann einfaldlega: „Af hverju ekki?

„Hjá Montpellier var Rene Girard þessi týpa, stríðsmaður sem aldrei gafst upp og gelti á okkur við hvert tækifæri. Undir hans stjórn urðum við Frakklandsmeistarar," sagði Giroud að lokum en hann var í viðtali hjá L'Equipe.
Athugasemdir
banner
banner