Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. mars 2024 15:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið U21 - Fjórar breytingar frá fyrri leiknum
Andri Fannar gerði sigurmarkið í fyrri leiknum gegn Tékklandi.
Andri Fannar gerði sigurmarkið í fyrri leiknum gegn Tékklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins.
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, hefur opinberað byrjunarlið sitt fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi á eftir. Leikurinn fer fram á Malsovicka Arena í Hradec Kralove og hefst hann klukkan 16:30. Bein útsending verður frá leiknum á aðalrás Sjónvarps Símans.

Frá fyrri leik Íslands og Tékklands á síðasta ári eru fjórar breytingar á íslenska liðinu. Andri Lucas Guðjohnsen, sem var fyrirliði í þeim leik, er með A-landsliðinu og þá er Eggert Aron Guðmundsson að glíma við meiðsli. Óskar Borgþórsson og Jakob Franz Pálsson detta einnig úr liðinu.

Inn í þeirra stað koma Anton Logi Lúðvíksson, Hilmir Rafn Mikaelsson, Davíð Snær Jóhannsson og Valgeir Valgeirsson.

Lestu um leikinn: Tékkland U21 4 -  1 Ísland U21

Byrjunarlið U21:
1. Lúkas Petersson (m)
2. Valgeir Valgeirsson
4. Logi Hrafn Róbertsson
5. Ólafur Guðmundsson
6. Anton Logi Lúðvíksson
8. Andri Fannar Baldursson
10. Kristall Máni Ingason
11. Ísak Andri Sigurgeirsson
14. Hlynur Freyr Karlsson
18. Hilmir Rafn Mikaelsson
23. Davíð Snær Jóhannsson

Ísland er sem stendur í þriðja sæti riðilsins með sex stig eftir þrjá leiki. Wales situr á toppi riðilsins með ellefu stig, en hafa leikið sex leiki. Danmörk er í öðru sæti með átta stig eftir fjóra leiki. Tékkland er svo í fjórða sæti með tvö stig eftir þrjá leiki og Litháen er neðst án stiga eftir fjóra leiki.

Ísland vann fyrri leik sinn gegn Tékklandi hér heima, 2-1.




Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Danmörk 5 3 2 0 9 - 4 +5 11
2.    Wales 6 3 2 1 10 - 8 +2 11
3.    Ísland 4 2 0 2 4 - 6 -2 6
4.    Tékkland 4 1 2 1 6 - 4 +2 5
5.    Litháen 5 0 0 5 4 - 11 -7 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner