Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. apríl 2016 14:29
Magnús Már Einarsson
Leiknir F. fær Dana og Spánverja (Staðfest)
Mynd: Heimasíða Leiknis F. - Jón Þ.
Leiknir Fáskrúðsfirði hefur fengið tvo nýja leikmenn til liðs við sig fyrir átökin í Inkasso-deildinni í sumar.

Um er að ræða varnarmennina Jonas Westmark og Ignacio Poveda Ganoa.

Westmark er 27 ára gamall Dani sem hefur spilað í neðri deildunum í heimalandinu en hann var meðal annars í nokkur ár hjá Jammerbugt í C-deildinni.

Ignacio er 26 ára gamall Spánverji sem hefur spilað í neðri deildunum þar í landi.

Leiknir Fáskrúðsfirði komst upp úr 2. deildinni síðastliðið haust en liðið mætir Selfyssingum í 1. umferð í Inkasso-deildinni þann 7. maí næstkomandi.

Komnir:
Alberto Manuel Ramón Camarasa frá Spáni
Amir Mehica frá Fjarðabyggð
Ignacio Poveda Ganoa frá Spáni
Jonas Westmark frá Danmörku
Ísak Breki Jónsson frá Fylki
Sergio Cuesta Amella frá Quintanar del Rey á Spáni
Stefano Layeni frá Ítalíu

Farnir:
Bergsteinn Magnússon
Fernando Garcia Castellanos til Spánar
Haraldur Þór Guðmundsson í Fjarðabyggð
Paul Bodgan Nicolescu
Stefano Layeni í Fram
Vignir Daníel Lúðvíksson í Þrótt Vogum
Athugasemdir
banner
banner