Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 26. apríl 2017 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Goal.com 
Cavani framlengdi hjá PSG til 2020
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski framherjinn Edinson Cavani hefur skrifað udnir nýjan samning við Paris Saint Germain í Frakklandi og er nú samningsbundinn til ársins 2020.

Cavani kom til félagsins frá Napoli á Ítalíu sumarið 2013.

Hann fékk svo það hlutverk að leysa skarðið sem Zlatan Ibrahimovic skildi eftir sig í framlínu liðsins í fyrrasumar þegar hann fór til Man Utd.

Hann hefur leyst það hlutverk listilega því hann hefur skorað 44 mörk í 43 leikjum á tímabilinu.

„Ég er virkilega ánægður með að hafa framlengt samning minn við Paris Saint Germain," sagði Cavani á vef félagsins.

„Það hefur alltaf verið ásetningur minn að spila áfram með París, stuðningsmennirnir og starfsfólkið heŕna gera félagið að einu af þeim stærstu í heimi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner