Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 26. maí 2017 13:36
Magnús Már Einarsson
Hópurinn gegn Írlandi og Brasilíu - Anna, Lára og Svava inn
Lára Kristín Pedersen.
Lára Kristín Pedersen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svava Rós kemur inn í hópinn á nýjan leik.
Svava Rós kemur inn í hópinn á nýjan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Anna María Baldursdóttir.
Anna María Baldursdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur tilkynnt hópinn fyrir komandi vináttuleiki gegn Írlandi og Brasilíu. Ísland mætir Írlandi ytra þann 8. júní og Brasilíu á Laugardalsvelli 13. júní. Um er að ræða síðustu leikina fyrir EM í Hollandi í júlí.

Anna María Baldursdóttir, Lára Kristín Pedersen úr Stjörnunni og Svava Rós Guðmundsdóttir úr Breiðabliki koma allar nýjar inn í hópinn frá síðustu verkefnum.

Anna á tvo landsleiki að baki, Lára einn og Svava fjóra. Lára leikur á miðjunni hjá Stjörnunni en Freyr hugsar hana í hlutverki vængbakvarðar í landsliðinu.

Elísa Viðarsdóttir sleit krossband gegn Hollandi og hún dettur úr hópnum sem og Hrafnhildur Hauksdóttir, liðsfélagi hennar úr Val. Guðmunda Brynja Óladóttir, framherji Stjörnunnar, dettur einnig úr hópnum frá því síðast en hún hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu.

Þá eru Hólmfríður Magnúsdóttir og Sandra María Jessen ekki með en þær eru báðar að stíga upp úr meiðslum.

Dagný Brynjarsdóttir er hins vegar klár í slaginn eftir þrautagöngu með meiðsli undanfarna mánuði. Hún fór í læknisskoðun í gær og kom niðurstaðan þar mjög vel út. Óttast hafði verið að Dagný gæti misst af EM í sumar vegna meiðslanna.

Miðasala á leikinn gegn Brasilíu hefst 31. maí en miðaverð verður 1500 krónur fyrir fullorðna.

Markmenn:
Guðbjörg Gunnarsdóttir (Djurgarden)
Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðablik)

Varnarmenn:
Anna Björk Kristjánsdóttir (LB07)
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Glódís Perla Viggósdóttir (Eskilstuna)
Hallbera Guðný Gísladóttir (Djurgarden)
Sif Atladóttir (Kristianstad)
Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik)
Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
Lára Kristín Pedersen (Stjarnan)

Miðjumenn:
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Sara Björk Gunnarsdóttir (Wolfsburg)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Valerenga)
Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (Valur)
Andrea Rán Hauksdóttir (Breiðablik)

Sóknarmenn:
Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Elín Metta Jensen (Valur)
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner