Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 26. maí 2017 17:45
Elvar Geir Magnússon
Sindri Snær: Var ekki í boði að setja hausinn niður eftir tvo leiki
Sindri í sigurleiknum gegn Víkingi R.
Sindri í sigurleiknum gegn Víkingi R.
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjamenn ætla að halda stigasöfnun sinni áfram á morgun þegar stigalausir Skagamenn koma í heimsókn á Hásteinsvöll. ÍBV er með sjö stig að loknum fjórum umferðum.

„Þetta er risastór leikur fyrir okkur og verður alvöru barátta. Þetta verður erfiður leikur og við búumst við að Skagamenn mæti helvíti peppaðir," segir Sindri Snær Magnússon, miðjumaður ÍBV.

„Þeir þurfa á öllum stigunum að halda og við þurfum að vinna til að bæta aðeins við stigasöfnunina. Söfnunin fer fínt af stað en við viljum ná í fleiri, þetta er bara rétt að fara af stað."

Eyjamenn fengu nokkuð harkalegt umtal í fjölmiðlum eftir 5-0 tap gegn Stjörnunni en hafa svarað gagnrýninni inni á vellinum.

„Það er eina leiðin til að svara. Eftir svona skell þarftu að sýna að þú getir eitthvað. Við þurfum samt að gera enn betur. Ég veit hvað býr í okkur," segir Sindri sem reyndi að horfa á jákvæðu hliðarnar í viðtölum eftir skellinn gegn Stjörnunni.

„Ég var að reyna að sjá eitthvað jákvætt þó við höfum verið rassskelltir. Það er ekki í boði að setja hausinn niður eftir tvo leiki, það er ekki í boði."

Deildin er að fara hrikalega skemmtilega af stað og óvænt úrslit í hverri umferð.

„Þetta er mjög spennandi og lítur vel út fyrir fjölmiðlamenn og áhorfendur. Deildin virðist jafnari en margir gerðu ráð fyrir. Þetta er bara gaman," segir Sindri.

laugardagur 27. maí
14:00 KA-Víkingur R. (Akureyrarvöllur)
16:00 ÍBV-ÍA (Hásteinsvöllur)

sunnudagur 28. maí
18:00 Breiðablik-Víkingur Ó. (Kópavogsvöllur)
19:15 Fjölnir-Stjarnan (Extra völlurinn)
19:15 Grindavík-Valur (Grindavíkurvöllur)
20:00 KR-FH (Alvogenvöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner