Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 26. maí 2018 17:25
Gunnar Logi Gylfason
Bandaríkin: Gunnhildur Yrsa spilaði allan leikinn í tapi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Utah Royals þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Portland Thorns í nótt.

Leikurinn endaði með 2-0 sigri heimakvenna í Portland. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Það fyrra eftir átján mínútna leik og það seinna fimm mínútum fyrir hálfleikinn.

Eftir leikinn er Utah Royals með 11 stig í 6.sæti deildarinnar eftir níu leiki. Níu lið eru í deildinni en North Carolina Courage er að stinga af en liðið er með 11 stiga forskot á toppi deildarinnar.

Gunnhildur Yrsa er lykilleikmaður í nýstofnuðu liði Utah en auk þess er hún gríðarlega mikilvæg fyrir íslenska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner