Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. júní 2017 18:19
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið Víkings R. og Víkings Ó: Fimm á bekk hjá Ólsurum
Emir Dokara kemur inn í byrjunarlið Víkings.
Emir Dokara kemur inn í byrjunarlið Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Smári Sigurðsson varnarmaður Víkings R.
Halldór Smári Sigurðsson varnarmaður Víkings R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. og Víkingur Ó. mætast í Pepsi-deildinni klukkan 19:15 en byrjunarliðin hafa verið opinberuð fyrir leikinn.

Smelltu hér til að sjá textalýsingu úr leiknum

Víkingur R. er í 6. sæti Pepsi-deildarinnar fyrir leikinn með 11 stig en Víkingur Ólafsvík er í botnsætinu með 7 stig.

Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, stillir upp sama byrjunarliði þriðja leikinn í röð. Liðið í dag er það sama og í útisigri á Stjörnunni og jafntefli gegn FH.

Kenan Turudija er í leikbanni hjá Víkingi Ólafsvík og Emir Dokara kemur inn í hans stað.

Athygli vekur að Ólafsvíkingar eru einungis með fimm leikmenn á bekknum en ekki sjö eins og leyfilegt er. Spænski miðjumaðurinn Alonso Sanchez er ennþá á meiðslalistanum þar.

Byrjunarlið Víkings R.
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
5. Milos Ozegovic
6. Halldór Smári Sigurðsson
7. Alex Freyr Hilmarsson
9. Ragnar Bragi Sveinsson
11. Dofri Snorrason
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing
23. Ivica Jovanovic
25. Vladimir Tufegdzic

Byrjunarlið Víkings Ó.
30. Cristian Martínez (m)
2. Alexis Egea
3. Nacho Heras
7. Tomasz Luba
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson (f)
10. Þorsteinn Már Ragnarsson
13. Emir Dokara
17. Kwame Quee
18. Alfreð Már Hjaltalín
23. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
32. Eric Kwakwa

Smelltu hér til að sjá textalýsingu úr leiknum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner