Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 26. júní 2017 14:45
Elvar Geir Magnússon
De Boer: Spennandi að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni
Frank De Boer með treyju Palace.
Frank De Boer með treyju Palace.
Mynd: Getty Images
„Ég er með góða tilfinningu varðandi félagið og möguleikinn að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni var spennandi," segir Frank de Boer sem var í dag kynntur sem nýr stjóri Crystal Palace.

De Boer er fyrrum varnarmaður Ajax, Barcelona og Rangers.

„Félagið getur vaxið áfram, á hverju ári eyða ensku félögin háum upphæðum svo það er möguleiki á að gera hlutina vel. Ég á eftir að hitta leikmenn en ég er með mínar hugmyndir og hugsa að ég fái inn einn eða tvo leikmenn."

„Við viljum vera stöðugt úrvalsdeildarfélag, ekki lið sem strögglar í fallbaráttunni. Ef við getum gert enn betur er það jákvætt en fyrsta markmið er að fá inn meiri stöðugleika í liðið. Með þá aðila sem ég hef í kringum mig er ég bjartsýnn á að þetta takist."

De Boer gerði þriggja ára samning en hann vill að sitt lið spili skemmtilegan fótbolta.

„Fyrir stuðningsmenn verðum við að spila heillandi fótbolta. Palace á mjög dygga og ástríðufulla stuðningsmenn."

De Boer átti í erfiðleikum í síðasta þjálfarastarfi. Hann var ráðinn til Inter en entist aðeins í þrjá mánuði áður en hann var rekinn.

„Ég lærði af þessari reynslu. Reynsla sem ég get tekið með mér hingað til Crystal Palace," segir De Boer sem segist hafa leitað ráða hjá Louis van Gaal, fyrrum stjóra Manchester United, áður en hann tók starfinu.

Crystal Palace endaði í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner