Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. ágúst 2014 18:08
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Heimasíða Manchester United 
Angel Di Maria til Manchester United fyrir metfé (Staðfest)
Dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
Mynd: Manchester United
Manchester United hefur gengið frá kaupunum á vængmanninum Angel Di Maria frá Evrópumeisturum Real Madrid.

United greiðir metfé fyrir Argentínumanninn, eða 59,7 milljónir punda. Er Di Maria því langdýrasti leikmaður í sögu félagsins og um leið sá dýrasti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Í tilkynningu frá United kemur fram að Di Maria hafi skrifað undir fimm ára samning.

Di Maria, sem er 26 ára gamall, gekk í raðir Real Madrid frá Benfica árið 2010 og lék hann alls 124 deildarleiki á Spáni. Þá var hann besti maður vallarins þegar Real tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í úrslitaleik gegn Atletico Madrid í vor.

Di Maria kemur til með að klæðast treyju númer sjö hjá United. Þar með fetar hann í fótspor síns fyrrum samherja hjá Real Madrid, Portúgalans Cristiano Ronaldo, auk annarra goðsagna hjá United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner