Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 26. ágúst 2015 15:30
Fótbolti.net
Hófið: Óvenjuleg meiðsli, gjöf og tryllingur
Leiknismenn búnir á því eftir tapið gegn FH.
Leiknismenn búnir á því eftir tapið gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Silfurskeiðin er áfram í stuði þó á móti blási innan vallar.
Silfurskeiðin er áfram í stuði þó á móti blási innan vallar.
Mynd: Fótbolti.net
,,Ekki segja Eyjamönnum.
,,Ekki segja Eyjamönnum.
Mynd: Fótbolti.net
Vallarstarfsmenn á Laugardalsvelli ræða málin.
Vallarstarfsmenn á Laugardalsvelli ræða málin.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
17. umferðinni í Pepsi-deildinni lauk í gærkvöldi með tveimur leikjum. Það er farið að styttast í annan endann á mótinu og spennan að aukast. Kikjum á Hófið þar sem er líf og fjör að venju.

Leikur umferðarinnar: ÍA 4 - 4 Fjölnir
Það hefur líklega aldrei verið jafn auðvelt að velja leik umferðarinnar í sumar. Áhorfendur fengu átta mörk í blíðunni á Akranesi og mikla dramatík. Skagamenn komust í 3-1 en lentu síðan 4-3 undir áður en Garðar Begmann Gunnlaugsson bjargaði stiginu.

EKKI lið umferðarinnar:

Varnirnar voru galopnar uppi á skaga eins og sést í "Ekki liðinu". Fylkismenn áttu einnig einn sinn versta dag í sumar.

Tryllingur umferðarinnar: Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, lét öllum illum latum á hliðarlínunni gegn Val. Endaði á að vera sendur upp í stúku af dómara leiksins frá Wales. Hermann var ennþá reiður þegar hann var í viðtali í Akraborginni í gær.

Óvenjuleg meiðsli umerðarinnar: Gary Martin
Gary fékk högg í andlitið þegar hann fagnaði sigurmarki KR með Pálma Rafni Pálmasyni. Pálmi var með hendurnar út og sló Gary óvart.

Tilraun umferðarinnar: Óskar Örn Hauksson
Óskar Örn Hauksson reyndi skot nálægt miðlínu gegn Keflavík. Óskar kann vel við sig í heimabæ sínum Reykjanesbæ og hann var nálægt því að skora mark sumarsins. Skotið var nokkrum cm of hátt og boltinn fór í slána og út.

Fögnuður umferðarinnar: FH
Fögnuður FH-inga var ósvikinn þegar þeir skoruðu sigurmark í viðbótartíma í Breiðholtinu. Steven Lennon hljóp fagnandi út af vellinum og yfir á æfingasvæði Leiknis og á eftir honum komu leikmenn og varamenn FH hlaupandi.

Furðulegi dómur umferðarinnar
Guðjón Baldvinsson var við það að sleppa í gegn í fyrri hálfleik gegn Blikum þegar Elfar Freyr Helgason braut á honum. Stjörnumenn vildu aukaspyrnu og rautt spjald á Elfar en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson spjaldaði Guðjón fyrir háskaleik eftir að hafa rætt við Jóhann Gunnar Guðmundsson aðstoðardómara. Furðulegur dómur.

Léleg afgreiðsla umferðarinnar:
Chuck hefur ekki skorað í Pepsi-deildinni síðan árið 2013. Hann átti ágætis spretti gegn KR en fékk dauðafæri sem hann fór illa með. Skaut himinhátt yfir og virtist hafa litla trú á að hann myndi skora.

Varsla umferðarinnar:
Sindri Kristinn Ólafsson í marki Keflavíkur átti eina bestu vörslu suamrsins. Markvörðurinn ungi varði skalla Gary Martin á magnaðan hátt.

Mark umferðarinnar: Einar Karl Ingvarsson
Einar Karl er skotmaður góður og sannað það enn og aftur með þrumufleyg gegn Fylki.

Dómari umferðarinnar: Ívar Orri Kristjánsson
Ívar Orri hefur verið mikið gagnrýndur í sumar en hann skilaði sinni bestu frammistöðu í leik Leiknis og FH.

Betri aðili umferðarinnar: Stjarnan
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur reglulega í sumar komið í viðtöl og sagt að liðið sé betri aðilinn í leikjum. Það gerði hann einnig eftir tapið gegn Breiðabliki. Uppskeran er hins vegar rýr hjá Íslandsmeisturunum eða 20 stig.

Gjöf umferðarinnar: Bergsveinn Ólafsson
Fyrirliði Fjölnis gerði sjaldséð mistök gegn ÍA þegar hann átti slakan skalla til baka og Jón Vilhelm Ákason nýtti sér það með því að skora.

Viðtal umferðarinnar: Tómas Meyer
Tómas Meyer tók viðtölin eftir leik Leiknis og FH og eins og svo oft áður var viðtal hans við Heimi Guðjónsson í áhugaverðari kantinum.
Smelltu hér til að horfa á viðtalið

Heiðursverðlaun umferðarinnar:
Lennon var hetja FH gegn Leikni en hann var ekki að berja sér á brjóst eftir þann leik heldur var hógværðin uppmáluð. „Fótbolti er liðsíþrótt og þegar þú ert á bekknum þarftu að vera tilbúinn að gera þitt," sagði Lennon í viðtali eftir leik.

Brot af Twitter umræðunni á #fotboltinet








Athugasemdir
banner
banner