Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 26. ágúst 2016 10:40
Elvar Geir Magnússon
Wenger staðfestir að Perez og Mustafi séu á leið í læknisskoðun
Hann opnaði veskið!
Hann opnaði veskið!
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Lucas Perez og varnarmaðurinn Shkodran Mustafi eru á leið í læknisskoðun hjá Arsenal. Þetta staðfestir Arsene Wenger, stjóri félagsins.

„Við erum að ganga frá þessu. Við erum ekki komnir það nálægt að geta tilkynnt í dag en ég er 99% viss um að þetta komi í höfn," segir Wenger.

Stuðningsmenn Arsenal hafa kallað eftir því að Wenger opni veskið á leikmannamarkaðnum en fram til þessa hefur félagið aðeins gert ein stór kaup í sumar, fengið miðjumanninn svissneska Granit Xhaka.

„Ég er ánægður þegar stuðningsmenn eru ánægðir. En mitt starf er að taka réttar ákvarðanir. Ég einbeiti mér að því að taka réttar ákvarðanir fyrir félagið og ef þær ákvarðanir gleðja stuðningsmenn er það gott mál."

„Þetta hefur verið furðulegar félagaskiptamarkaður. Ég bjóst við að hann yrði auðveldari en áður en hann hefur verið erfiðari en nokkru sinni fyrr. Þegar þú fundar með félögum og ert með enskt vegabréf þá hækkar verðmiðinn upp úr öllu valdi og er oft ekki í samræmi við gæði leikmannana," segir Wenger sem býst við tíðindamiklum lokadögum í glugganum.

Arsenal hefur þegar komist að samkomulagi við Deportivo La Coruna um kaupverðið á hinum 27 ára Perez sem skoraði 17 mörk í 37 leikjum síðasta tímabil. Hann kostar 17,1 milljon punda.

Miðvörðurinn Mustafi er 24 ára og kostar 35 milljónir punda. Hann mun skrifa undir fimm ára samning við Arsenal.

Uppfært: Mustafi er ekki í leikmannahópi Valencia fyrir helgina og rennir það enn frekari stoðum undir það að hann sé á leið til Arsenal.
Athugasemdir
banner