Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 26. september 2014 13:13
Magnús Már Einarsson
David Ngog horfinn
David Ngog í leik með Liverpool.
David Ngog í leik með Liverpool.
Mynd: Getty Images
David Ngog, fyrrum framherji Liverpool, er týndur ef marka má fréttir frá Frakklandi.

Þessi 25 ára gamli leikmaður gekk í sumar til liðs við Reims í heimalandinu eftir að samningur hans hjá Swansea rann út.

Ngog ákvað að draga sig úr hópnum gegn Lorient um síðustu helgi en hann sagðist vera veikur.

Læknir liðsins fór á hótelið sem Ngog hefur verið á undanfarnar vikur og skoðaði leikmanninn.

Ngog hefur hins vegar ekki sést síðan þá og herbergi hans á hótelinu er tómt. Ekki er búið að ræsa út björgunarsveitir í leit að Ngog en ljóst er þó að hann er allt annað en sáttur í herbúðum Reims.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner