Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. september 2016 17:30
Fótbolti.net
Markahæstu menn í Inkasso-deildinni og 2. deildinni
Gunnar Örvar Stefánsson - Markakóngur í Inkasso-deildinni.
Gunnar Örvar Stefánsson - Markakóngur í Inkasso-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jón Gísli Ström - Markakóngur í 2. deild.
Jón Gísli Ström - Markakóngur í 2. deild.
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
Um helgina lauk keppni í Inkasso-deild karla sem og í 2. deildinni. Markakóngar beggja deilda verða verðlaunaðir á lokahófi Fótbolta.net sem fer fram í Pedersen svítunni næstkomandi föstudagskvöld.

Í Inkasso-deildinni enduðu bæði Gunnar Örvar Stefánsson (Þór) og Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík) með 14 mörk. Gunnar Örvar kom sjö sinnum inn á sem varamaður í sumar og spilaði talsvert færri mínútur en Alexander. Hann fær því markakóngstitilinn.

Í 2. deildinni var Jón Gísli Ström markahæstur með 22 mörk í 21 leik með liði ÍR.

Inkasso-deildin:
Gunnar Örvar Stefánsson (Þór) 14 mörk í 22 leikjum
Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík) 14 mörk í 22 leikjum
Hákon Ingi Jónsson (HK) 13 mörk í 22 leikjum
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) 10 mörk í 21 leik
Kristófer Páll Viðarsson (Leiknir F.) 10 mörk í 22 leikjum
Elton Barros (Haukar) 9 mörk í 21 leik
Ivan Bubalo (Fram) 9 mörk í 21 leik
Ásgeir Sigurgeirsson (KA) 8 mörk í 17 leikjum

2. deild:
Jón Gísli Ström (ÍR) 22 mörk í 21 leik
Jóhann Þórhallsson (Völsungur) 14 mörk í 19 leikjum
Viktor Smári Segatta (Grótta) 12 mörk í 21 leik
Kristinn Justiniano Snjólfsson (Sindri) 12 mörk í 22 leikjum
Viktor Örn Guðmundsson (KV) 11 mörk í 18 leikjum
Wentzel Steinarr R Kamban (Afturelding) 11 mörk í 22 leikjum
Sergine Modou Fall (ÍR) 9 mörk í 21 leik
Athugasemdir
banner
banner