Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 26. nóvember 2016 13:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Berg fór meiddur út af gegn Man City
Jói Berg er farinn meiddur út af
Jói Berg er farinn meiddur út af
Mynd: Getty Images
Það er búið að flauta til hálfleiks í hádegisleiknum í enska boltanum, en þar eigast Burnley og Manchester City við. Staðan er jöfn, 1-1.

Dean Marney kom Burnley yfir á 14. mínútu, en það var Sergio Aguero sem jafnaði þegar átta mínútur voru eftir af hálfleiknum.

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var að sjálfsögðu í byrjunarliði Burnley, en hann þurfti að fara af leikvelli meiddur á 43. mínútu.

Ekki er ljóst hvað er að hrjá Jóa Berg, en það mun væntanlega koma í ljós síðar.

Þessar síðustu mínútur í hálfleiknum hjá Burnley voru alls ekki góðar þar sem þeir misstu einnig markaskorarann sinn, Dean Marney, meiddan af velli.

Stöð 2 Sport sýnir leik Burnley og Man City í beinni en það er hægt að fylgjast með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu Fótbolta.net.



Athugasemdir
banner
banner
banner