Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. desember 2017 13:06
Ívan Guðjón Baldursson
Harry Kane er búinn að bæta metið
Mynd: Getty Images
Harry Kane hefur átt stórkostlegt ár og er hægt að fullyrða að hann hafi verið einn af allra bestu leikmönnum heims 2017.

Kane var að bæta 22 ára markamet Alan Shearer í ensku úrvalsdeildinni þegar hann kom Tottenham yfir gegn Southampton fyrir skömmu.

Kane er búinn að gera 37 úrvalsdeildarmörk á árinu, en Shearer gerði 36 mörk árið 1995.

Þá er Kane markahæstur í Evrópu, með 54 mörk í 52 leikjum fyrir England og Tottenham á árinu.

Lionel Messi er í öðru sæti, með 54 mörk í 64 leikjum, og er Cristiano Ronaldo í fjórða sæti með 53 mörk í 60 leikjum.







Athugasemdir
banner
banner