Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 27. febrúar 2017 11:39
Elvar Geir Magnússon
Memphis skoraði tvö: Hefði átt að skora fleiri
Memphis gekk í raðir Lyon í janúar.
Memphis gekk í raðir Lyon í janúar.
Mynd: Getty Images
Hollenski landsliðsmaðurinn Memphis Depay var á eldi þegar Lyon vann Metz í frönsku deildinni. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp annað í 5-0 stórsigri gegn Metz.

Memphis kom frá Manchester United í janúar. Á Old Trafford gekk honum ekki að óskum en hefur nú skorað þrjú mnörk í fjórum leikjum í Frakklandi.

„Ég er mjög ánægður með að hafa skorað þessi tvö mörk en ég get gert enn betur. Ég hefði átt að skora fleiri mörk en við unnum stórsigur og ég er ánægður með það," segir Memphis.

„Ég fékk frábær færi og mun nýta þau næst. Mér líður vel hérna og andinn í hópnum er góður."

Lyon er í fjórða sæti frönsku deildarinnar með 46 stig. Nice og Paris Saint-Germain eru jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti með 59 stig en bæði lið fögnuðu sigri um liðna helgi. PSG vann magnaðan 5-1 útisigur gegn Marseille í gær. Mónakó, sem vann Guingamp á laugardag, er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner