Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. mars 2024 23:40
Brynjar Ingi Erluson
Fær fjögurra leikja bann fyrir að gagnrýna dómgæsluna
Mynd: Getty Images
Aganefnd spænska fótboltasambandsins hefur tekið ákvörðun um að dæma Gonzalo Melero, leikmann Almería, í fjögurra leikja bann fyrir að gagnrýna dómgæsluna í 3-2 tapi liðsins gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu í janúar.

Melero var allt annað en sáttur við dómgæsluna og sagði í viðtali að liðið hafi verið rænt.

Málið var sent fyrir aganefnd og hefur hann nú fengið þær fregnir að hann sé á leið í fjögurra leikja bann.

Það var vægasta refsing sem hann gat fengið þar sem ummælin voru send fyrir aganefnd en hann gat fengið milli fjögurra og tólf leikja bann fyrir ummælin.

Dómgæslan í leiknum var furðuleg á köflum. Almería komst í tveggja marka forystu en liðið fékk á sig vítaspyrnu fyrir litlar sakir áður en dómarinn tók mark af liðinu í síðari hálfleiknum.

Athugasemdir
banner
banner