Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 27. apríl 2017 20:54
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
England: Stórmeistarajafntefli í Manchester
Fellaini fékk að líta á rauða spjaldið
Fellaini fékk að líta á rauða spjaldið
Mynd: Getty Images
Manchester City 0 - 0 Manchester Utd
Rautt spjald: Marouane Fellaini, Manchester Utd ('84)

Nágrannarnir og erkifjendurnir úr Manchester borg, Manchester City og Manchester United mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Eftir frábæran El Clasico síðustu helgi vonuðust margir að eitthvað svipað yrði upp á teningnum í kvöld. Það varð hins vegar ekki raunin.

Fátt markvert gerðist í leiknum. Manchester City sótti mun meira og átti fjölda marktilrauna en fékk fá opin færi.

Fyrsta gula spjald leiksins leit dagsins ljós á 83. mínútu en það fékk Marouane Fellaini. Mínútu síðar fékk hann aftur gult spjald og þar með rautt spjald.

Í uppbótartíma skoraði Gabriel Jesus en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu.

Hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni:
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner