Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. apríl 2017 20:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Í landsliðið útaf Football Manager eftir tap gegn Íslandi
Jonny Evans var kallaður í landslið Norður-Írlands útaf Football Manager
Jonny Evans var kallaður í landslið Norður-Írlands útaf Football Manager
Mynd: Getty Images
Jonny Evans, fyrrum leikmaður Manchester United hefur viðurkennt hvernig hann var valinn til þess að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Norður-Írland. Bæði Ísland og tölvuleikurinn Football Manager koma við sögu.

„Þetta er reyndar fyndin saga, eða mér finnst hún vera fyndin," sagði Evans.

„Ég spilaði held ég á móti Þýskalandi í U-21 á föstudagskvöldi og ég fékk símtal á laugardagskvöldi. Norður-Írland hafði þá tapað gegn Íslandi 3-0 og var Lawrie Sanchez ekki ánægður. Ég fékk símtal og var kallaður inn í hópinn."

Evans var strax hent í djúpu laugina og spilaði í óvæntum 3-2 sigri á Spáni. Þetta var árið 2006 og Evans ekki nema 18 ára gamall. Síðan þá hefur hann verið í landsliðshóð Norður-Írlands.

Landsliðsþjálfarinn Sanchez hafði hins vegar ekki hugmynd um hver þetta var, því aðstoðarþjálfarinn, Terry Gibson hafði mælt með honum. Gibson mælti aðeins með honum vegna þess að 19 ára sonur hans sá hann í tölvuleiknum Football Manger.

Ísland vann Norður-Írland 3-0 á útivelli þann 2. september árið 2006. Mörk Íslands skoruðu Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen.
Athugasemdir
banner
banner
banner