Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 27. maí 2017 20:41
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Gummi Tóta og félagar á toppnum
Gummi Tóta er að eiga gott tímabil með Norrköping
Gummi Tóta er að eiga gott tímabil með Norrköping
Mynd: Getty Images
Guðmundur Þórarinsson og Jón Guðni Fjóluson voru í byrjunarliði Norrköping sem komst á topp sænsku deildarinnar í dag með sigri á Halmstad.

Arnór Sigurðsson var á bekk Norrköping, hann er fæddur árið 1999 og lék með ÍA í fyrra.

Þá léku Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Steindórsson allan leikinn í 3-0 tapi Sundsvall gegn Kalmar.

Kristinn og félagar eru þremur stigum frá Kalmar sem er í fallsæti, með 11 stig eftir 11 umferðir.

Þá lék Nói Snæhólm Ólafsson fyrri hálfleikinn í 3-0 tapi Frej gegn Norrby í fallbaráttu B-deildarinnar í Svíþjóð.

Norrköping 3 - 2 Halmstad
1-0 K. Holmberg ('12)
1-1 F. Olsson ('24)
2-1 N. Barkroth ('47)
3-1 K. Holmberg ('51)
3-2 A. Tveter ('83)

Kalmar 3 - 0 Sundsvall
1-0 Romarinho ('13)
2-0 S. Ingelsson ('20)
3-0 M. Hallberg ('27)

B-deild:
Norrby 3 - 0 Frej
1-0 N. Savolainen ('16)
2-0 A. Saidi ('37)
3-0 P. Pettersen ('60)
Athugasemdir
banner
banner