Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. júní 2016 13:59
Þorsteinn Haukur Harðarson
Hannes með mjög góða tölfræði í vítum
Icelandair
Vítabani!
Vítabani!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er fátt sem Englendingar hata meira en vítaspyrnukeppnir enda hefur enska landsliðið ekki riðið feitum hesti frá slíkum keppnum undanfarin ár. Fari leikur Íslands og Englands í vítaspyrnukeppni í kvöld er gott að hugsa til þess hve góða tölfræði markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er með úr vítum.

Norski fjölmiðillinn Sandnesposten tók saman tölfræði yfir vítaspyrnur sem teknar hafa verið á Hannes með félagsliðum síðan árið 2011.

Þar kemur í ljós að hann hefur þurft að standa í rammanum í 14 vítaspyrnum. Hann hefur varið níu spyrnur og fimm til viðbótar hafa farið í stöngina eða framhjá. Tíu spyrnur hafa endað í netinu.

Það er því einungis í 42,7% tilvika sem vítaskyttur skora framhjá Hannesi okkar og vonandi kemur þessi tölfræði til með að nýtast íslenska liðinu í kvöld.

Nú þegar hafa andstæðingar Íslands þessa á EM klúðrað einni spyrnu gegn Hannesi en Austurríkismenn misnotuðu víti gegn Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner