Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. júlí 2016 15:25
Elvar Geir Magnússon
Aubameyang sendir skilaboð til íþróttafréttamanna
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang hjá Borussia Dortmund var einn besti sóknarmaður Evrópuboltans á síðustu leiktíð. Í sumar hefur hann verið orðaður við mörg stórlið í fjölmiðlum.

Lengi hefur Aubameyang verið orðaður við Real Madrid á Spáni og fékk orðrómurinn byr undir báða vængi þegar þessi sóknarmaður frá Gabon var meðal áhorfenda á úrslitaleik Real og Atletico Madrid í Meistaradeildinni.

Aubameyang er sjálfur orðinn þreyttur á öllu slúðrinu og því að ranglega sé haft eftir honum að Real Madrid sé eina félagið sem geti fengið hann til að yfirgefa Dortmund.

Hann ákvað að senda opið bréf til íþróttafréttamanna gegnum Instagram og má sjá það hér að neðan. Þar segist hann ekki vera á leið frá Dortmund.

A photo posted by Aubameyang (@aubameyang97) on


Athugasemdir
banner
banner
banner