Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 28. febrúar 2017 20:18
Elvar Geir Magnússon
Óttar Magnús með sigurmark Molde í æfingaleik
Óttar Magnús í leik með íslenska landsliðinu.
Óttar Magnús í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Víkingurinn Óttar Magnús Karlsson skoraði sigurmark Molde sem vann nauman sigur gegn Tromsö 2-1 í æfingaleik sem fram fór í dag.

Óttar lék allan leikinn fyrir Molde og kom liðinu í 2-0 á 34. mínútu. Tromsö minnkaði muninn fyrir hlé en ekkert var skorað í seinni hálfleiknum.

Óttar varð tvítugur fyrr í þessum mánuði en hann gekk í raðir Molde eftir síðasta tímabil í Pepsi-deildinni þar sem hann vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína.

Björn Bergmann Sigurðarson lék með Óttari í framlínu Molde í fyrri hálfleik en þjálfari liðsins er Ole Gunnar Solskjær.

Keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst 1. apríl og mætir Molde liði Kristiansund í fyrstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner