Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. mars 2024 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Alphonso Davies skrifar líklega ekki undir nýjan samning
Mynd: Getty Images
Kanadíski vinstri bakvörðurinn Alphonso Davies verður líklegast seldur frá FC Bayern München í sumar þar sem hann neitar að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að Davies sé afar ólíklegur til þess að samþykkja samningstilboð Bayern á næstu vikum vegna mikillar óvissu innan félagsins.

Bayern hefur gefið Davies og umboðsmanni hans tvær vikur til að samþykkja samningstilboð félagsins, annars verði leikmaðurinn settur á sölulista.

Real Madrid er talið leiða kapphlaupið um Davies, sem er af mörgum talinn einn af bestu vinstri bakvörðum heims í dag. Hann er afar snöggur og teknískur leikmaður sem er einnig öflugur varnarlega.

Davies er aðeins 23 ára gamall en á nú þegar 184 leiki að baki fyrir Bayern. Hann hóf ferilinn með Vancouver Whitecaps í MLS deildinni og hefur skorað 15 mörk í 45 landsleikjum með Kanada, þar sem hann leikur yfirleitt úti á vinstri kanti.
Athugasemdir
banner
banner
banner