Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. mars 2024 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Kría í undanúrslit - Jafnt í Fjarðabyggð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það fóru tveir leikir fram í Lengjubikar karla í dag, þar sem Kría vann Tindastól í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum C-deildarinnar.

Arnar Ólafsson tók forystuna fyrir Tindastól í fyrri hálfleik en Einar Þórðarson var snöggur að jafna og var staðan 1-1 í leikhlé.

Tómas Helgi Snorrason tók forystuna fyrir Kríu í síðari hálfleik og fékk Arnar, markaskorari Tindastóls, að líta rautt spjald á 75. mínútu.

Einar Örn Sigurðsson tvöfaldaði forystu Kríu í kjölfarið en svo fékk Kolbeinn Ólafsson rautt spjald í liði gestanna og minnkuðu heimamenn á Sauðárkróki muninn niður í eitt mark.

Stólunum tókst þó ekki að setja jöfnunarmark þó að jafnt væri orðið í liðum og urðu lokatölur 2-3 fyrir Kríu, sem vinnur riðilinn og er búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

Þá fór einn leikur fram í B-deild Lengjubikarsins, þar sem KFA og KF gerðu jafntefli í toppslag.

Staðan var markalaus í leikhlé í Fjarðabyggð en Sævar Þór Fylkisson tók forystuna fyrir KF í upphafi síðari hálfleiks.

Það tók Matheus Bettio Gotler ekki nema þrjár mínútur að jafna fyrir KFA og urðu lokatölur 1-1.

KFA fer í undanúrslitin en liðið var þegar búið að tryggja farmiðann þangað.

Tindastóll 2 - 3 Kría
1-0 Arnar Ólafsson ('25 )
1-1 Einar Þórðarson ('28 )
1-2 Tómas Helgi Snorrason ('69 )
1-3 Einar Örn Sigurðsson ('81 )
2-3 Jónas Aron Ólafsson ('89 , Mark úr víti)
Rautt spjald: Arnar Ólafsson, Tindastóll ('75)
Rautt spjald: Kolbeinn Ólafsson, Kría ('86)

KFA 1 - 1 KF
0-1 Sævar Þór Fylkisson ('51 )
1-1 Matheus Bettio Gotler ('54 )
Athugasemdir
banner
banner
banner