Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. maí 2017 12:00
Kristófer Kristjánsson
Cahill: Rangstöðureglan er fáránleg
Gary Cahill og David Luiz ræða hér við Anthony Taylor dómara eftir umdeilda atvikið í gær
Gary Cahill og David Luiz ræða hér við Anthony Taylor dómara eftir umdeilda atvikið í gær
Mynd: Getty Images
Gary Cahill var ekki par sáttur við fyrsta mark Arsenal í úrslitaleik enska bikarsins gegn Chelsea í gær en það skoraði Alexis Sanchez eftir aðeins fjórar mínútur.

Sílemaðurinn virtist handleika knöttinn áður en hann skoraði framhjá Thibaut Courtois en Aaron Ramsey var í rangstöðu á meðan og töldu leikmenn Chelsea að hann hefði truflað spilið. Anthony Taylor, eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðarmann sinn, dæmdi hinsvegar mark og voru Cahill og félagar ekki sáttir.

„Þetta eru augljóslega vonbrigði, við vildum enda tímabilið vel. Ég skil ekki af hverju dómarinn flautaði ekki í fyrra markinu," sagði hann í uppnámi eftir leik.

„Rangstöðureglan er fáránleg og þegar hendurnar eru svona hátt uppi, í óeðlilegri stöðu, þá hlýtur það að vera hendi. Við erum svekktir en við spiluðum heldur ekki nógu vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner