Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   sun 28. maí 2017 22:52
Brynjar Ingi Erluson
Heimir Guðjóns: Vildum koma þeim á óvart
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH í Pepsi-deild karla, var nokkuð sáttur með stigið sem liðið fékk í 2-2 jafnteflinu gegn KR á Alvogen-vellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 2 -  2 FH

Kristján Flóki Finnbogason kom FH-ingum yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en Óskar Örn Hauksson jafnaði í byrjun þess síðari en Atli Guðnason kom FH-ingum aftur yfir eftir skallasendingu frá Kassim Doumbia.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson jafnaði metin og hefur FH ekki enn unnið deildarleik frá því í fyrstu umferð gegn ÍA.

Heimir var nokkuð sáttur með leik sinna manna og sagði liðið hafa bætt sig frá síðasta leik.

„Ég held það. Þetta var hörkuleikur tveggja góðra liða og jafntefli eru sanngjörn úrslit," sagði Heimir.

FH spilaði 4-3-3 í kvöld með Steven Lennon í holunni. Liðið hefur spilað með þriggja manna vörn í byrjun móts en það hefur verið mikið gagnrýnt.

„Mér fannst það koma ágætlega út. Við vildum koma KR-ingum á óvart og mér fannst á köflum þar sem við máttum halda boltanum betur innan liðsins, það voru ákveðnar opnanir sem við náðum ekki að nýta okkur nógu vel en klaufagangur í öðru markinu að ná ekki að hreinsa boltanum í burtu og klára þessu af okkur."

„Það er framför hjá liðinu miðað við þann leik og við höfum eitthvað til að byggja á."


„Liðsheildin var fín og menn voru tilbúnir að hjálpa hvorum öðrum og það er ágætt. Það sýndi sig ekki í þessum leik og við þurfum bara að halda áfram," sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner