Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. maí 2017 13:43
Elvar Geir Magnússon
Kjartan Henry sendi Guðlaug Victor og félaga niður
Kjartan Henry skoraði tvö í dag.
Kjartan Henry skoraði tvö í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Horsens 3 - 2 Esbjerg (Samtals: 4-3)
1-0 Lasse Kryger ('36)
1-1 Jacob Sörensen ('41)
2-1 Kjartan Henry Finnbogason ('46)
3-1 Kjartan Henry Finnbogason (víti '73)
3-2 Budu Zivzivadze ('90)

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í Esbjerg eru fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni eftir tap gegn Horsens í umspilsleikjum.

Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvívegis fyrir Horsens í 3-2 sigri í dag en fyrri leikurinn hafði endað með 1-1 jafntefli.

Guðlaugur Victor er fyrirliði Esbjerg og lék allan leikinn.

Kjart­an Henry og varnarmaðurinn Elf­ar Freyr Helga­son sem er á láni frá Breiðabliki léku all­an leik­inn fyr­ir Hor­sens. Horsens mun nú mæta Vend­syssel í tveggja leikja einvígi um það hvort liðið verður í efstu deild á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner