Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. maí 2017 12:30
Kristófer Kristjánsson
Þjálfari Grindavíkur: Við þurfum meiri stuðning
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, hefur biðlað til stuðningsmanna sinna um að fylkja sér á bak við liðið í komandi átökum.

Grindavík hefur farið vel af stað í Pepsi deildinni í sumar en liðið hefur unnið tvo, gert eitt jafntefli og tapað einum í fyrstu fjórum umferðunum. Í kvöld koma ósigraðir Valsarar í heimsókn og vill Óli Stefán ekki sjá það að gestirnir yfirtaki stúkuna á Grindavíkurvelli.

„Það er óþolandi að stuðningshópar annara liða komi hingað á okkar heimavöll, stúkuna okkar, og eigni sér hana. Það fer vel um þá og þeir fá ekki einu sinni mótspyrnu frá okkar fólki," sagði Óli í opnu bréfi til stuðningsmanna Grindavíkur.

„Á morgun koma sigurvissir Valsarar. Það mæta hundruðir Valsara á þennan leik og þeir ætla að lita okkar stúku RAUÐA! Þeir koma með læti og verða þeirra kraftur á morgun."

„Til þess að okkar draumur um þrjú stig verði að veruleika þurfa strákarnir hjálp frá okkar fólki. Við þurfum fólk litað í gulu með læti í stúkuna svo að þessi leikur verið ekki eins og heimaleikur fyrir Val."

Smelltu hér til að lesa bréf Óla í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner