Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. júní 2016 07:00
Arnar Geir Halldórsson
Jorge Sampaoli tekinn við Sevilla (Staðfest)
Mættur í spænska boltann
Mættur í spænska boltann
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Jorge Sampaoli er tekinn við spænska úrvalsdeildarliðinu Sevilla.

Gengið var frá samningum í gærkvöldi og gerir Sampaoli tveggja ára samning við Andalúsíuliðið sem hefur unnið Evrópudeildina þrjú ár í röð.

Þetta er fyrsta starf Sampaoli í Evrópu en hann hefur getið af sér gott orð í þjálfun í Suður-Ameríku en síðasta starf hans var einmitt landsliðsþjálfarastarf Síle þar sem hann stýrði liðinu til sigurs í Copa America 2015.

Sampaoli tekur við Sevilla af Unai Emery sem sagði starfi sínu lausu eftir tímabilið en hann verður líklega ráðinn til PSG á allra næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner