Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 28. júlí 2014 16:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 13. umferð: Sakna konu og dóttur
Igor Taskovic (Víkingur)
Igor Taskovic með fyrirliðabandið.
Igor Taskovic með fyrirliðabandið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Igor hefur verið gríðarlega öflugur í sumar.
Igor hefur verið gríðarlega öflugur í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég var mjög ánægður með leikinn gegn Fram sem og stigin þrjú," sagði Igor Taskovic miðjumaður Víkings R. við Fótbolta.net í dag en hann er leikmaður 13. umferðar í Pepsi-deild karla.

Igor var öflugur á miðjunni hjá Víkingi í gær en hann skoraði tvö af mörkum liðsins.

,,Frammistaðan í fyrri hálfleik var ekki sú besta og þeir sköpuðu tvö góð færi þar sem Kale varði vel og hélt okkur inni í leiknum. Í síðari hálfleik var spilið einfaldara og hraðara hjá okkur og auðvitað skoruðum við þrjú mörk eftir það."

Nýliðar Víkings sitja í 3. sæti Pepsi-deildarinnar en þessi árangur kemur Igor ekki á óvart.

,,Nei, í rauninni ekki. Við vorum með okkar markmið fyrir tímabiið og við erum að vinna að því að ná þeim."

,,Auðvitað erum við ánægðir en við þurfum að halda einbeitingu til að halda þessari stöðu út tímabilið. Það verður ekki auðvelt að keppa við lið eins og FH, KR og Stjörnuna en þetta veltur allt á okkar frammistöðu."


Hinn 31 árs gamli Igor er á sínu öðru tímabili með Víkingi en hann kann vel við sig hér á landi.

,,Lífið á Íslandi er gott. Ég kann mjög vel við mig. Allir strákarnir í Víkingi gera þetta auðvelt fyrir mig. Þeir eru toppmenn, innan sem utan vallar og það á líka við um þjálfaraliðið."

,,Ég sakna samt konu minnar og 4 ára dóttur en þau búa í Þýskalandi. Ég get ekki beðið eftir að sjá þær þann 6. október,"
sagði Igor að lokum.

Víkingar eru ekki bara að berjast í Pepsi-deildinni því þeir eiga fyrir höndum leik gegn Keflavík í undanúrslitum Borgunarbikarsins.

,,Já, við erum spenntir fyrir undanúrslitunum gegn Keflavík. Þeir eru með gott lið og góða einstaklinga auk þess sem þeir eru vel skipulagðir. Þetta verður erfiður leikur og við nálgumst hann eins og úrslitaleik. Bikarkeppnin er sérstök keppni og eitt augnablik getur ráðið úrslitum," sagði Igor að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 12. umferðar - Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Leikmaður 11. umferðar - Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Leikmaður 10. umferðar - Jeppe Hansen (Stjarnan)
Leikmaður 9. umferðar - Kristján Gauti Emilsson (FH)
Leikmaður 8. umferðar - Aron Elís Þrándarson (Víkingur)
Leikmaður 7. umferðar - Pape Mamadou Faye (Víkingur)
Leikmaður 6. umferðar - Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Leikmaður 5. umferðar - Ögmundur Kristinsson (Fram)
Leikmaður 4. umferðar - Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Leikmaður 2. umferðar - Jonas Sandqvist (Keflavík)
Leikmaður 1. umferðar - Mads Nielsen (Valur)
Athugasemdir
banner
banner