Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. ágúst 2015 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Gylfi og félagar mæta Man Utd
Wayne Rooney gerði þrennu fyrir Manchester United í undankeppni Meistaradeildarinnar í vikunni.
Wayne Rooney gerði þrennu fyrir Manchester United í undankeppni Meistaradeildarinnar í vikunni.
Mynd: Getty Images
Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina og verða allir leikirnir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 og aukastöðvum.

Boltinn byrjar að rúlla fyrir hádegi á laugardegi þegar Arsenal heimsækir Newcastle.

Liverpool mætir West Ham, Englandsmeistarar Chelsea fá Crystal Palace í heimsókn og Manchester City tekur á móti nýliðum Watford.

Lokaleikur laugardagsins er spennandi viðureign Tottenham og Everton.

Á sunnudaginn eru tveir leikir á dagskrá, þar sem Southampton fær Norwich í heimsókn í fyrri leik dagsins áður en Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea mæta Manchester United í þeim síðari.

Laugardagur:
11:45 Newcastle - Arsenal (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Liverpool - West Ham (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Chelsea - Crystal Palace (Stöð 2 Sport 3)
14:00 Manchester City - Watford (Stöð 2 Sport 4)
14:00 Stoke City - West Brom (Stöð 2 Sport 5)
14:00 Bournemouth - Leicester (Stöð 2 Sport 6)
14:00 Aston Villa - Sunderland (Stöð 3)
16:30 Tottenham - Everton (Stöð 2 Sport 2)

Sunnudagur:
12:30 Southampton - Norwich (Stöð 2 Sport 2)
15:00 Swansea - Manchester United (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner