Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. október 2016 15:00
Magnús Már Einarsson
Myndir: Rúnar í spariskóm á fyrstu æfingu
Rúnar fylgist með æfingunni og Arnar Þór Viðarsson öskrar menn áfram.
Rúnar fylgist með æfingunni og Arnar Þór Viðarsson öskrar menn áfram.
Mynd: Kristján Bernburg
Rúnar Kristinsson mætti á sína fyrstu æfingu sem þjálfari Lokeren í dag. Rúnar var kynntur sem þjálfari á fréttmannafundi í hádeginu og hann fór beint í spariskónum á fyrstu æfingu.

Arnar Þór Viðarsson verður aðstoðarmaður Rúnars en hann hefur stýrt æfingum í vikunni. Arnar stýrði einnig æfingunni í dag en Rúnar fylgdist með.

Lokeren mætir AS Eupen á morgun en óvíst er hvort Rúnar verði á bekknum þar eða hvort Arnar stýri liðinu. „Ég er ekki búinn að taka ákvörðun um það hvort ég verði með honum á bekknum eða uppi í stúku," sagði Rúnar við Fótbotla.net í dag.

„Arnar hefur stjórnað síðustu tveimur æfingum áður en ég kem hingað og ég vil ekki breyta of miklu fyrir leikinn á morgun. Það er búið að undirbúa liðið til að spila ákveðinn hátt og ég mun leggja mína blessun á það. Kannski breyti ég einhverjum smátriðum og læt Arnar vita hvað ég vil sjá og svo vinnum við þetta saman á morgun."

Hér að neðan eru fleiri myndir af æfingunni sem Kristján Bernburg tók.

Sjá einnig:
Rúnar Kri: Sama þótt ég tæki við af Ferguson eða Mourinho
Arnar Viðars verður aðstoðarmaður Rúnars (Staðfest)
Athugasemdir
banner
banner
banner