Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. nóvember 2015 17:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Lærisveinar Óla Kristjáns töpuðu gegn Randers
Það gekk ekki nægilega vel hjá Óla Kristjáns í dag
Það gekk ekki nægilega vel hjá Óla Kristjáns í dag
Mynd: Getty Images
Randers 1-0 Nordsjælland
1-0 Piotr Parzyszek ('27 )
Rautt spjald: Patrick Mtiliga, Nordsjælland ('90)

Einn leikur fór fram í dönsku úrvalsdeildinni í dag, en það var leikur Randers og lærisveina Ólafs Kristjánssonar í Nordsjælland.

Hinn pólski Piotr Parzyszek kom Randers yfir á 27. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik, Randers í vil.

Nordsjælland reyndu hvað þeir gátu að jafna í seinni hálfleik, en það tókst ekki og 1-0 sigur Randers því staðreynd.

Guðmundur Þórarinsson lék í 84 mínútur í dag í liði Nordsjælland, sem er nú í sjöunda sæti með 22 stig.
Athugasemdir
banner
banner