Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. desember 2017 21:06
Ívan Guðjón Baldursson
Íþróttamaður ársins: Aron í öðru og Gylfi í þriðja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru í öðru og þriðja sæti í vali á íþróttamanni ársins 2017.

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var kjörin Íþróttamaður ársins.

Aron Einar var fyrirliði Íslands og lykilmaður í liði Cardiff. Hann spilaði undankeppnisleiki þrátt fyrir meiðsli og stóð sig eins og hetja.

Gylfi Þór var lykilmaður bæði hjá íslenska landsliðinu og Swansea. Í sumar var hann keyptur til Everton á metfé og virðist vera kominn af stað eftir slaka byrjun.

Jóhann Berg Guðmundsson og Sara Björk Gunnarsdóttir voru einnig meðal tíu efstu í kjörinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner