Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. desember 2017 14:00
Magnús Már Einarsson
Klopp: Gleymið verðmiðanum á Van Dijk
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur sagt stuðningsmönnum félagsins að hugsa ekki út í verðmiðann á Virgil van Dijk. Hollendingurinn verður dýrasti varnarmaður sögunnar þegar hann kemur formlega til Liverpool frá Souhampton á 75 milljónir punda í næstu viku.

„Hann kemur með gæði. Þess vegna kræktum við í hann og þess vegna höfðum við áhuga á honum," sagði Klopp í viðtali við Sky í dag.

„Við búum ekki til verðmiðanna, markaðurinn gerir það. Stuðningsmenn Liverpool ættu að gleyma verðmiðanum."

„Við tölum einungis um leikmanninn og það sem hann getur komið með. Gæði, hugarfar og karakter. Þess vegna erum við mjög ánægðir."


Liverpool reyndi að kaupa Van Dijk síðasta sumar en án árangurs. Van Dijk var óánægður með að skiptin gengu ekki í gegn en hann hefur ekki verið upp á sitt besta á þessu tímabili eftir að hann sneri aftur í lið Southampton eftir langa fjarveru.

„Virgil hefur ekki verið upp á sitt besta fyrri hlutann á tímabilinu hjá Southampton. Hann var lengi meiddur og við vitum hlutina sem gerðust síðastliðið sumar," sagði Klopp.

„Hann er hávaxinn leikmaður og þeir þurfa alltaf aðeins lengri tíma, sérstaklega eftir að hafa verið frá keppni í níu mánuði. Það er hins vegar ekkert vandamál. Við höfum nú þegar gæði í þessari stöðu svo við þurfum ekki að drífa okkur."

„Hann þarf að aðlagast leikstíl okkar. Þetta er allt öðruvísi leikur en við erum 100% vissir um að hann geti það."

Athugasemdir
banner
banner
banner