Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. mars 2024 13:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Boehly missir formannsstöðuna árið 2027
Mynd: Getty Images

Todd Boehly mun stíga til hliðar sem stjórnarformaður Chelsea árið 2027 en frá þessu greinir Daily Mail.


Boehly hefur verið andlit félagsins en hann á aðeins 38.5 prósent hlut í félaginu ásamt Hansjorg Wyss og Mark Walter. Clearlake Capital undir stjórn Behdad Eghbali og Jose Feliciano á meiri hluta í félaginu eða 61,5 prósent.

Félagið á rétt á því að skipta um formann á fimm ára fresti og félagið hefur tekið ákvörðun um að gera það en árið 2027 verður komið að því.

Boehly hefur ekki gert góða hluti en félagið hefur eytt háum fjárhæðum í leikmenn en gengið innan vallar hefur ekki samsvarað því.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver muni taka við af honum en hann verður líklega áfram hlutaeigandi í félaginu.


Athugasemdir
banner
banner