Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 29. apríl 2017 15:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Dortmund og RB Leipzig tókst ekki að skora
Bayern getur tryggt sér titilinn á eftir
RB Leipzig er í öðru og verða væntanlega þar.
RB Leipzig er í öðru og verða væntanlega þar.
Mynd: Getty Images
Aron fékk ekki mínútur í dag.
Aron fékk ekki mínútur í dag.
Mynd: Getty Images
Bayern München getur tryggt sér þýskalandsmeistaratitilinn á eftir. Bayern mætir Wolfsburg og sigur þar færir þeim titilinn.

Ástæðan fyrir því er sú að RB Leipzig gerði markalaust jafntefli gegn Ingolfstadt. Leipzig tókst ekki að skora og það gæti reynst dýrkeypt.

Leipzig er í öðru sæti, sjö stigum á eftir Bayern og eiga sjö leiki eftir. Bayern á fjóra leiki eftir og með sigri á eftir geta þeir náð tíu stiga forskoti og tryggt sér titilinn fimmta tímabilið í röð.

Borussia Dortmund, það lið sem átti að veita Bayern helsta samkeppni, er í þriðja sæti. Þeir gerðu markalaust jafntefli á heimavelli gegn Köln. Dortmund er sex stigum á eftir Leipzig.

Aron Jóhannsson var allan tímann á bekknum hjá Werder Bremen er liðið vann 2-0 sigur gegn Hertha Berlín. Aron er væntanlega á förum frá Werder Bremen eftir tímabilið.

Borussia Mönchengladbah hafði betur á útivelli gegn Mainz og Darmstadt, botnliðið, vann 3-0 sigur á Freiburg.

Borussia D. 0 - 0 Köln

Mainz 1 - 2 Borussia M.
0-1 Lars Stindl ('31 )
0-2 Nico Schulz ('46 )
1-2 Yoshinori Muto ('89 )

Werder 2 - 0 Hertha
1-0 Fin Bartels ('9 )
2-0 Max Kruse ('15 )

Darmstadt 3 - 0 Freiburg
1-0 Felix Platte ('22 )
2-0 Jerome Gondorf ('45 )
3-0 Sven Schipplock ('65 )

RB Leipzig 0 - 0 Ingolstadt
Rautt spjald: Alfredo Morales, Ingolstadt ('86)

Leikur Wolfsburg og Bayern hefst 16:30

Bundesliga 2
Rúrik Gíslason kom af bekknum á 66. mínútu þegar Nurnberg tapaði 3-2 gegn Stuttgart. Sigurmark Stuttgart kom í uppbótartíma
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner