Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. maí 2016 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elsta félag heims vill fá Zlatan í sínar raðir
Zlatan er eftirsóttur
Zlatan er eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic er eftirsóttur og er Manchester United talið vera hans líklegasti áfangastaður.

Samningur Zlatan við Paris Saint-Germain í Frakklandi er að renna út, en samkvæmt heimildum Sky er Man. Utd eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem hann hefur áhuga á að ganga til liðs við.

Zlatan er sagður vilja fá 250.000 pund á viku hjá United, en það er þó eitt annað félag á Englandi sem hefur mikinn áhuga á að fá Svíann í sínar raðir, en ef Zlatan ætti að ganga í raðir þess félags þyrfti hann að lækka launakröfur sínar helling.

Félagið er Sheffield FC, elsta félag heims. Liðið leikur í sjöundu efstu deild Englands og því ólíklegt að Zlatan gangi í raðir félagsins.

Sheffield FC sendi Zlatan opið bréf í gegnum Facebook og hljóðar það á eftirfarandi hátt:

Kæri Zlatan Ibrahimovic,

Ef þú ert enn að leita að nýrri áskorun, þá erum við viljugir til þess að ræða kaup fyrir næsta tímabil.

Við bjóðum ekki upp á launaávísun, heldur alvöru leik. Kannski er það rétt fyrir þig að byggja arfleið fyrir fótboltann, ekki bara goðsögn fyrir einn leikmann.

Það er meira til í leiknum heldur en peningar og frægð.

Virðingarfyllst,

Sheffield FC


Mino Raiola, umboðsmaður Ibrahimovic, segir að það gæti komið fólki á óvart hvar sænski sóknarmaðurinn endar og því spurning hvort Sheffield FC eigi möguleika í baráttunni um Zlatan.


Athugasemdir
banner
banner