Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mán 29. maí 2017 21:37
Mist Rúnarsdóttir
Donni: Ætlum að verða Íslandsmeistarar
Donni og norðanstúlkur leika á alls oddi þessa dagana
Donni og norðanstúlkur leika á alls oddi þessa dagana
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Það var mikið högg að fá fyrsta markið á okkur úr opnum leik í sumar. Þetta var frábært mark hjá Öglu. Frábært skot og það var bara ekki hægt að verja það. Algjörlega óverjandi“, sagði Donni þjálfari Þór/KA um martraðarbyrjun á móti Stjörnunni.

Þór/KA fékk á sig mark eftir aðeins 3 mínútur en lét það ekki slá sig útaf laginu heldur efldist við mótlætið og tók leikinn í sínar hendur.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Þór/KA

„En að sama skapi fannst mér við vera betri aðilinn í fyrri hálfleik. Engin spurning. Við héldum boltanum mjög vel, létum hann ganga flott og þær áttu fá svör við því fannst mér. Við fengum frábær mörk. Það er náttúrulega gríðarlega mikill karakter í þessu liði og um leið og markið kom hafði ég ekki miklar áhyggjur. Það var svo mikið eftir af leiknum og stelpurnar hafa sýnt það í sumar að þær eru fljótar að koma til baka.“

„Stelpurnar skora alltaf mark. Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Spurningin er hve mörg hin liðin skora. Við lögðum náttúrulega gríðarlega mikla áherslu á varnarleikinn í síðari hálfleik. Við ákváðum að þétta raðirnar. Stjarnan er með frábært lið og frábæra sóknarmenn. Þær gátu bætt við tveimur A-klassa sóknarmönnum í lokin og þá var náttúrulega bara málið að loka þessu.“


Þór/KA jafnaði leikinn á 36. mínútu og það stefndi allt í að það yrði jafnt í hálfleik þegar Natalia Gomez skoraði með langskoti, nokkrum sekúndum fyrir hálfleiksflautið. Donni segir að markið hafi breytt nálgun liðsins í síðari hálfleik.

„Það breytti hálfleiksræðunni klárlega. Við fórum að tala meira um varnarþætti í hálfleiknum en sóknar eins og við hefðum gert. Við ætluðum alltaf að sækja sigurinn. Það kom aldrei til greina að vera að sækja jafntefli hérna. Markið breytti öllu. Við gátum slakað aðeins öðruvísi á og það var aðeins léttara andrúmsloft. Þetta var gríðarlega mikilvægt mark.“

„Þriðja markið drap þetta fannst mér. Mér fannst þær ekki ógna okkur mikið þrátt fyrir að vera komnar með margar fram og A-klassa menn inná. Þær ógnuðu markinu okkar ekki mikið held ég. Áttu skot í slá í lokin en annars var það nú ekki mikið og stelpurnar hentu sér fyrir það sem þurfti ef þurfti. Mér fannst þetta bara vinnu, karakterssigur. Virkilega fín gæði í fyrri hálfleik að mörgu leyti fyrir utan að skapa færi en svo í seinni hálfleik bara frábær karakter og vinnusemi sem skapaði þennan sigur. Það er bara flott.“

Þór/KA hefur byrjað mótið ótrúlega og er með fullt hús stiga eftir 7 umferðir. Einhverjar efasemdaraddir hafa heyrst um getu liðsins en þær hljóta að stoppa eftir umferðina. Það geta engar tilviljanir eða heppni orsakað svo öfluga byrjun og Donni ætlar sér að verða Íslandsmeistari.

„Ég vil meina og hef alltaf sagt að við ætlum að vinna alla leiki og við ætlum að verða Íslandsmeistarar. Það er algjör óþarfi að vera eitthvað feiminn við það. Þannig hugsa sigurvegarar. Þeir ætla bara að vinna allt og við ætlum að gera það. Sjáum hvað gerist en við stefnum alltaf á það.“

Framundan hjá Þór/KA er bikarleikur á laugardag og í kjölfarið tekur við tveggja vikna landsleikjafrí. Þór/KA ætlar að nýta fríið í hvíld eftir mikið álag á sömu leikmönnum.

„Við ætlum að hvíla okkur. Við höfum spilað mestmegnis á sama liðinu alla leikina. Ég er frábærlega ánægður með stöðugleikann með það. Einhverjir vilja segja að við höfum verið heppin en ég vil meina að við höfum unnið vel úr okkar spilum. Leikmennirnir eru bara í gríðarlega góðu líkamlegu ástandi og það hefur skapað góðan stöðugleika. En við ætlum að hvíla okkur. Það eru vissulega nokkrir þættir sem þarf að skerpa á og við notum tímann í það en að miklu leyti til ætlum við að hvíla okkur,“ sagði Donni meðal annars en nánar er rætt við hann í sjónvarpinu hér að ofan og þar kemur hann meðal annars inn á bikarleikinn gegn Blikum.
Athugasemdir
banner
banner