Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. maí 2017 14:35
Magnús Már Einarsson
U21 lið Íslands mætir Englandi fyrir luktum dyrum
Rob Holding, varnarmaður Arsenal, er í enska liðinu.
Rob Holding, varnarmaður Arsenal, er í enska liðinu.
Mynd: Getty Images
KSÍ hefur samið við England um að U21 árs lið karla mætist í vináttuleik. Leikið verður laugardaginn 10. júní kl. 11:00 á St Georg´s Park æfingasvæði Englendinga.

Leikurinn fer fram fyrir luktum dyrum. Leikurinn er liður í undirbúningi Íslands fyrir undankeppni EM og liður í undirbúningi U21 Englands fyrir lokakeppni EM í Póllandi í sumar.

Englendingar verða því með leikmenn fædda 1994 og yngri í leiknum á meðan Ísland teflir fram leikmönnum sem eru fæddir 1996 og síðar.

Á meðal leikmanna í enska liðinu eru Jordan Pickford (Sunderland), Calum Chambers og Rob Holding (Arsenal), Alfie Mawson (Swansea), Nathaniel Chalobah og Ruben Loftus-Cheek (Chelsea), Jack Grealish (Aston Villa), Nathan Redmond og James Ward-Prowse (Southampton) og Demarai Gray (Leicester).

England er í riðli með Póllandi, Slóvakíu og Svíþjóð á EM U21 árs landsliða en mótið fer fram í Póllandi í sumar.

Íslenska U21 árs landsliðið er með Albaníu, Eistlandi, Norður-Írlandi, Spáni og Slóvakíu í riðli í undankeppni EM 2019. Fyrsti leikur þar er gegn Albaníu í haust.

U21 árs liðið mun nýta leikinn gegn Englendingum til áframhaldandi undirbúnings en í mars síðastliðnum lék liðið æfingaleiki gegn Georgíu og Sádi-Arabíu.
Athugasemdir
banner