Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. júní 2016 06:00
Hafliði Breiðfjörð
New Balance fótboltaskór komnir í Jóa útherja
Mynd: New Balance
Nú er loksins hægt að fá New Balance fótboltaskó á Íslandi. Á dögunum fékk Jói Útherji í sölu Furon 2.0, nýjasta skóinn frá New Balance. Skóinn er hægt að fá í fullorðins og barnastærðum fyrir bæði gras og gervigras.

New Balance hefur verið að koma inn á fótboltamarkaðinn með látum og klæða meðal annars Liverpool, Celtic FC, Sevilla FC, Porto FC og Stoke City. Auk annarra, bæði félagsliða og landsliða.

Fyrsta snerting New Balance á fótboltavellinum undir nafni Warrior sem varð svo New Balance og stendur undir því nafni í dag. New Balance hefur framleitt skó frá 1906 og vita væntanlega hvað þeir eru að gera með 110 ára reynslu á bakinu. Enda eru að koma allt að 5 milljón pör af íþróttaskóm af einhverju tagi úr verksmiðjum þeirra á ári.

Aðspurður sagði Viðar verslunarstjóri í Jóa Útherja ánægður með viðbótina í flóru fótbolta skóbúnaðar. „Þetta eru engir aukvissar í skóframleiðslu og setja á markað alvöru skó sem hentar öllum með kröfur.“

„Þeir hafa sannað sig á vellinum m.a. með Liverpool búningunum og samstarfi eða stuðning við fótboltamenn sem standa framarlega á heimsmælikvarða. Þar erum við helst að sjá til Fellaini þessa dagana í liði Belga og Aaron Ramsey í liði Wales sem báðir hafa staðið á vellinum á Evrópumótinu í Frakklandi. Svo eru þeir að vinna samstarfi við Jesus Navas og Alvaro Negredo auk annarra fyrir komandi leiktíð.“

Það er nú ekki eftir neinu að bíða og tækla par. New Balance Furon 2.0 skórinn er fáanlegur hjá Jóa Útherja.
Athugasemdir
banner
banner
banner