Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. september 2014 10:33
Magnús Már Einarsson
Matt Garner fór í þriggja tíma aðgerð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matt Garner, varnarmaður ÍBV, fór í gærkvöldi í aðgerð eftir að hafa fótbrotnað illa gegn Keflavík í gær.

Matt fótbrotnaði eftir samstuð við Hörð Sveinsson í síðari hálfleik og gera þurfti 25 mínútna hlé á leiknum á meðan beðið var eftir sjúkrabíl í Vestmannaeyjum.

Matt var fluttur til Reykjavíkur þar sem hann fór í aðgerð vegna meiðslanna í gærkvöldi.

,,Hann fór í aðgerð klukkan 11 í gærkvöldi og aðgerðin var búin klukkan tvö. Hann fór að sofa og hvílast í kjölfarið og við munum heyra í honum í hádeginu og sjá stöðuna," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari ÍBV í samtali við Fótbolta.net í dag.

Talið er að Matt verði frá keppni í um það bil hálft ár en frekari fréttir ættu að berast í dag.
Athugasemdir
banner
banner