Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. september 2014 12:20
Fótbolti.net
Uppgjör umferðarinnar - Afmælisbarnið Atli
5 dagar í úrslitaleik FH og Stjörnunnar
Verða FH-ingar Íslandsmeistar?
Verða FH-ingar Íslandsmeistar?
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Andrew Sousa heilsar.
Andrew Sousa heilsar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
FH og Stjarnan unnu bæði leiki sína í 21. umferð Pepsi-deildarinnar sem fram fór í gær. Það er því ljóst að það verður úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn næsta laugardag þar sem FH nægir jafntefli. Það verður hlutskipti Fram eða Fjölnis að falla.

Leikur umferðarinnar: Valur 1 - 4 FH
FH lenti undir gegn Val en sýndi styrk sinn með því að vinna á endanum 4-1 útisigur á Hlíðarenda.

Þjálfari umferðarinnar: Heimir Guðjónsson (FH)

Afmælisbarn umferðarinnar: Atli Guðnason
Atli Guðnason fékk 10 frá Vísi fyrir frammistöðu sína gegn Val en hann skoraði þrennu fyrir FH og lagði hitt mark Hafnarfjarðarliðsins upp. Atli fagnaði þrítugsafmæli sínu.

Þrennur umferðarinnar: Atli og Toft
Fyrsta þrenna sumarsins kom loksins í 20. umferð en nú virðast flóðgáttir hafa opnast. Atli skoraði þrennu og einnig Stjörnumaðurinn Rolf Toft.

Markmannshausverkur umferðarinnar:
Báðir markverðirnir í leik Stjörnunnar og Fram fóru meiddir af velli vegna höfuðmeiðsla. Varamarkvörður Stjörnunnar var svo stálheppinn að fá ekki rautt spjald en þá var staðan 3-0 og um hálftími eftir. Með útispilara í markinu hefði Fram átt von... en á heildina litið var Stjarnan miklu sterkara liðið í leiknum.

Ekki lið umferðarinnar:
Denis Cardaklija (Fram)

Þórður Steinar Hreiðarsson (Valur) - Atli Már Þorbergsson (Fjölnir) - Ingiberg Ólafur Jónsson (Fram) - Gunnar Gunnarsson (Valur)

Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) - Finnur Orri Margeirsson (Breiðablik) - Viktor Bjarki Arnarsson (Fram) - Arnar Bragi Bergsson (ÍBV)

Víðir Þorvarðarson (ÍBV) - Pape Mamadou Faye (Víkingur)

Léttir umferðarinnar: Keflvíkingar
Keflavík vann langþráðan sigur gegn ÍBV, 2-0 útisigur. Keflvíkingar eru nú öruggir með sæti sitt í deildinni á næsta tímabili.

Sóknarleikur umferðarinnar: Stjarnan
Garðabæjarliðið var frábært í fyrri hálfleik gegn Fram og var 3-0 yfir í hálfleiknum. Mótstaða Framara hefði vissulega mátt vera meiri en Stjarnan náði að skapa sér dauðafæri í hverri sókn og hefði forysta liðsins getað verið enn meiri!

Mark umferðarinnar: Steven Lennon
Lennon og Atli Guðnason náðu frábærlega saman þegar FH vann Val. Samspilið þeirra á milli í markinu hjá Lennon var glæsilegt.

Dómari umferðarinnar: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Hélt um flautuna í leik Fylkis og Fjölnis sem Fylkismenn unnu 2-1 og fékk 9 í einkunnagjöf Morgunblaðsins.

Kveðjustund umferðarinnar: Kristján Valdimarsson
Hefur lagt skóna á hilluna. Smelltu hér

Brot af umræðinnu á Twitter #fotboltinet













Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner