Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
banner
   sun 28. september 2014 18:01
Alexander Freyr Tamimi
Kristján Valdimars hættur: Er samt alveg fit og fínn og flottur
Kristján hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.
Kristján hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Kristján Valdimarsson, leikmaður Fylkis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna að tímabili loknu.

Kristján hefur á ferli sínum spilað meira en 160 leiki fyrir Fylki frá því í kringum aldamótin en hann segir að nú sé þetta komið gott.

„Ég lenti í slæmum krossbandameiðslum og ætlaði að koma til baka og náði því í sumar, en ég held að þetta sé bara komið gott. Ég ætla ekki að reyna meira á hnéð, en ég er samt alveg fit og fínn og flottur. En ég held þetta sé bara komið gott, þrítugur, fínt að hætta núna,“ sagði Kristján við Fótbolta.net, en hann er nokkuð sáttur með sitt síðasta tímabil í boltanum.

„Þetta er búið að vera upp og niður hjá okkur, en ég held við séum að enda þetta ágætlega. Þetta er flottur hópur og gaman að taka þátt í þessu.“

Kristján segir að það sé erfitt að nefna eitthvað eitt sem stendur upp úr á ferlinum.

„Það eru mörg lítil atriði, sætir sigrar og súr töp, en ég held það sé bara fólkið í kringum félagið og hvernig félagið hefur mótað mann, ég held að það standi upp úr. Að hafa spilað alla þessa leiki fyrir félagið og hvað fólkið hefur tekið manni vel.“
Athugasemdir
banner
banner
banner