Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 29. nóvember 2015 14:21
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir úr Spurs - Chelsea: Zouma maður leiksins
Mynd: Getty Images
Tíðindalítilli viðureign Tottenham og Chelsea var að ljúka með markalausu jafntefli.

Goal.com er búið að birta einkunnagjöf sína fyrir leikinn og valdi Kurt Zouma, miðvörð Chelsea, sem mann leiksins.

Allir aðrir leikmenn á vellinum fengu annað hvort 5 eða 6 í einkunn, þar sem fjórir úr hvoru liði fengu 5 auk Erik Lamela sem kom inn sem varamaður.

Einkunnagjöf Goal samræmist engan veginn einkunnagjöf frá tölfræðivefsíðunni WhoScored.com sem telur Moussa Dembele hafa verið áberandi besta mann vallarins með 8,2 í einkunn.

Hjá WhoScored fær Zouma 7,0 en Cesar Azpilicueta var besti maður Chelsea samkvæmt vefsíðunni með 7,6. Þá voru Pedro og Harry Kane verstir með 6,2.

Tottenham:
Hugo Lloris - 6
Toby Alderweireld - 6
Kyle Walker - 5
Danny Rose - 5
Jan Vertonghen - 6
Eric Dier - 6
Ryan Mason - 6
Moussa Dembele - 6
Christian Eriksen - 5
Heung-Min Son - 6
Harry Kane - 5
(Erik Lamela - 5)

Chelsea:
Asmir Begovic - 6
Gary Cahill - 6
Kurt Zouma - 7 Maður leiksins
Branislav Ivanovic - 6
Cesar Azpilicueta - 5
Cesc Fabregas - 6
Nemanja Matic - 5
Willian - 6
Pedro - 5
Oscar - 5
Eden Hazard - 6
Athugasemdir
banner