Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 30. apríl 2013 20:59
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða Fram 
Jordan Halsman í Fram (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Fram hefur samið við skoska vinstri bakvörðinn Jordan Halsman.

Þessi 21 árs gamli leikmaður mun spila með Fram í Pepsi-deildinni í sumar en hann getur einnig leikið í stöðu vinstri kantmanns.

Halsman er uppalinn hjá Aberdeen í Skotlandi, en gekk til liðs við Motherwell fyrir þremur árum.

Hann lék um hríð sem lánsmaður með Annan Athletic, Dumbarton og Albion Rovers í Skotlandi og gekk í fyrra til liðs við fyrstu deildar lið Greenock Morton.

Halsman mun koma til landsins fyrir helgi en hann verður klár í slaginn þegar Fram mætir Víkingi Ólafsvík í fyrstu umferð í Pepsi-deildinni á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner