Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. apríl 2016 09:15
Fótbolti.net
Nóg af Pepsi í útvarpinu - Haukur Páll og Freysi gestir
Emil Pálsson í viðtali
Haukur Páll Sigurðsson verður gestur.
Haukur Páll Sigurðsson verður gestur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, kemur í heimsókn í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 í dag. Þátturinn er milli 12 og 14 eins og alla laugardaga.

Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon sitja við stjórnvölinn.

Pepsi-deildin hefst á sunnudag og verður þátturinn litaður af því. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari og fyrrum þjálfari Leiknis, kemur í heimsókn og skoðar fyrstu umferðina sem leikin verður á sunnudag og mánudag.

Emil Pálsson hjá FH, besti leikmaður síðasta tímabils, verður á línunni.

Einnig verður Evrópufótboltinn skoðaður en Leicester getur orðið Englandsmeistari á sunnudag. Tryggvi Páll Tryggvason af raududjoflarnir.is verður á línunni.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner