Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   lau 30. ágúst 2014 18:55
Mist Rúnarsdóttir
Harpa: Ætlum að vinna tvöfalt
Harpa skoraði þrennu og er bikarmeistari
Harpa skoraði þrennu og er bikarmeistari
Mynd: Aron Gauti
„Tilfinningin er æðisleg. Aðstæðurnar eru geðveikar. Geðveikir áhorfendur. Frábær leikur. Skemmtilegt að spila hann. Það var allt til staðar. Góður dagur,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir sem var í skýjunum eftir 4-0 sigur á Selfossi í bikarúrslitum.

„Við vorum ekki að skapa okkur mikið af færum í fyrri hálfleik en fáum að sama skapi engin færi á okkur heldur og það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að leiða 1-0 í hálfleik.“

Harpa hefur verið hreint út sagt ótrúlega öflug í markaskorun í sumar og nýtti færin sín frábærlega í dag og skoraði þrjú fyrstu mörk Stjörnunnar.

„Það er frábært þegar hlutirnir ganga upp og það er verið að leggja upp góð færi og Kristrún átti náttúrulega einhverja draumabolta hérna í dag. Það er frábært að skora og frábært að geta lagt sitt af mörkum í svona leik. Tvímælalaust.“

2011 áhorfendur voru á vellinum í dag en það er áhorfendamet. Harpa segir það hafa verið frábært að spila fyrir framan allt þetta fólk.

„Það var geðveikt og þvílíkt lof til Selfyssinganna fyrir að mæta og gera daginn svona skemmtilegan og líka til okkar stuðningsmanna. Það var alveg frábært að spila leikinn við þessar aðstæður. Frábært veður og mjög vel að öllu staðið.“

Lið Stjörnunnar er í lykilstöðu í deildinni og Harpa segir að markmiðið sé að vinna tvöfalt.

„Framhaldið verður vonandi jákvætt fyrir okkur því við erum alveg með klár markmið fyrir þetta tímabil og við ætlum að vinna tvöfalt. Við gerum okkur samt alveg grein fyrir því að mótið er ekki búið þrátt fyrir að allir í kringum okkur séu að segja það og við þurfum að klára næstu tvo leiki til að gera okkur auðveldara fyrir. Við fögnum í dag og setjum hausinn svo aftur inn í Íslandsmótið,“ sagði þessi ótrúlega markamaskína meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í sjónvarpinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner